Bara gras?

Foreldrar framhaldsskólanema hafa áhyggjur af drykkju og annarri neyslu

Í fréttatilkynningu frá Heimili og skóla – landssamtaka foreldra segir að samtökin hafi fundað með foreldraráðsfulltrúum framhaldsskólanna, mánudaginn 15. febrúar 2011. Fundurinn hafi einkum verið ætlaður til að efla starf foreldraráða í framhaldsskólum sem er lögbundið fram að 18 ára aldri nemenda. Í fréttatilkynningunni segir að mikilvægt sé að foreldrasamstarf sé virkt í framhaldsskólum einkum nú þegar þjóðfélagið á í vök að verjast vegna fjármálaóvissu og niðurskurðar.

Fram kom á fundinum að það sem helst vakir fyrir foreldrum framhaldsskólanemenda eru forvarnir vegna drykkju og annarar neyslu. Vakti formaður Heimilis og skóla, Sjöfn Þórðardóttir, athygli á því að rannsóknir sýna að mikill árangur hefur hlotist af forvarnastarfi á unglingastigi grunnskólanna en niðurstöður benda til að þessi mál standi í stað í framhaldsskólunum. Því er ljóst að betur má ef duga skal og er foreldrasamstarf mikilvægur liður í að sporna gegn neyslu ungmenna í framhaldsskólum auk þess að vinna gegn brottfalli nemenda.  Foreldraráð framhaldsskólanna eru misvirk og þykir ástæða til að skerpa á þeim víða en  annars er vel að verki staðið í mörgum skólum.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.