Áfengi
Ársþing 0% ályktar gegn lækkun áfengiskaupaaldurs
Laugardaginn 26. febrúar hélt 0% Landsþing sitt í Vinabæ. 0% eru samtök fyrir ungt fólk á aldrinum 14 – 30 ára sem valið hefur sér lífsstíl án áfengis og annarra vímuefna. Á þinginu var lagt fram starfsáætlun 2011 og kosin ný stjórn hreyfingarinnar. Stjórninni er ætlað að fylgja eftir starfsáætlun m.a. að stofna 5 nýja 0% klúbba, undirbúa alþjóðlegar sumarbúðir á Íslandi árið 2012 og standa fyrir kynnningu starfsins og afla nýrra félaga. Í nýja stórn 0% 2011-2012:
Einar Einarsson, formaður, Lúðvík Þór Þorfinnsson, varaformaður, Elva Katrín Elíasdóttir, ritari, Íris Marí Kristrúnardóttir, gjaldkeri, meðstjórnendur; einn frá Ungmhreyf. IOGT, Erla Rún Ámundadóttir og Tómas Auðunn Þórðarson og varamennirnir Skúli Ragnarsson og Rannveig Tera Þorfinnsdóttir.
0% klúbbarnir hafa í vetur staðið fyrir vikulegum atburðum í Reykjavík þar sem félagsfólk hittist sér til skemmtunar og afþreyingar.
„0% sér þörf fyrir því að skapa vímulausa skemmtun fyrir ungt fólk“ sagði Einar Einarsson nýkjörinn formaður 0% hreyfingarinnar á Íslandi.
Ályktun:
Landsþing 0% 2011 sendi frá sér eftirfarandi ályktun:
0% ályktar að ekki skuli hróflað við áfengiskaupaaldirnum á Íslandi þar sem sterk rök eru fyrir skaðsemi áfengis á þá sem eru yngri en 20 ára.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.