Fíkniefnabrot

Fíkniefnabrotum fjölgar

Fíkniefnabrotum sem komu til kasta lögreglunnar fjölgaði verulega í október miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. Brotin í októbermánuði í ár voru 147, í fyrra 96 og 141 í október 2008.

Hegningarlagabrot í októbermánuði í ár voru svipað mörg og í október í fyrra en brotin voru fleiri í sama mánuði 2008. Eins og sjá má á samanburði milli ára er fjöldi umferðarlagabrota í október rokkandi. Flest voru brotin í október 2009 en fæst í október 2005 og 2008. Brotin voru tæplega 4.500 síðastliðinn mánuð eða fjórðungi færri en í sama mánuði í fyrra.

Ef litið er til hlutfallslegar dreifingar brota eftir tíma sólahrings má sjá að sum brot eiga sér frekar stað að næturlagi en önnur að degi til. Meira en helmingur líkamsárása á sér stað að nóttu til og einnig meirihluti kynferðisbrota, eða 42%. Hins vegar eiga flestir þjófnaðir sér stað að degi til (39%) og einnig innbrot (30%) þó þau síðarnefndu dreifist jafnar en hin brotin yfir sólarhringinn.

Sjá annars á vef Ríkislögreglustjóra.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.