Áfengi

Áfengiskaup foreldra viðbót við aðra drykkju

Sú hugmynd að foreldrar geti komið í veg fyrir neikvæðar afleiðingar áfengisneyslu með því að kaupa áfengi fyrir börn sín á ekki við nein rök að styðjast. Þetta sagði Kjartan Ólafsson, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri á ráðstefnu um íslenskar æskulýðsrannsóknir sem haldið var 5. nóvember síðastliðinn. Þau ungmenni sem keypt er fyrir eru líklegri til að drekka meira og lenda í vandræðum.

Í erindinu fjallaði Kjartan um uppruna áfengis sem unglingar drekka og tengsl við drykkjumynstur þeirra. „Ég skoðaði fyrst og fremst hvort foreldrar geti komið í veg fyrir að unglingarnir drekki heimabrugg, smyglað áfengi eða álíka, með því að kaupa áfengi fyrir þá sjálfir. Meginniðurstaðan er sú, að það virkar ekki þannig. Ungmenni sem eiga foreldra sem kaupa fyrir þau áfengi eru einnig líklegri til að fá áfengi eftir öðrum leiðum,“ segir Kjartan en könnunin beindist að nemendum í tíunda bekk grunnskóla, þ.e. 15-16 ára unglingum.

Kjartan segir að niðurstöðurnar ættu að vera mjög áhugverðar fyrir foreldra sem velta fyrir sér hvort ekki sé betra að kaupa sjálf áfengi fyrir börn sín en að þau nálgist það eftir öðrum leiðum. „Þeir krakkar eru líklegri til að ná sér í áfengi eftir öllum öðrum leiðum. Líklegri til að fá einhvern til að kaupa fyrir sig og drekka heimabrugg. Það sem foreldrarnir kaupa virðist vera lagt í púkkið.“

Sjá nánar á vefsíðu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

    2018-11-21T17:14:31+00:00nóvember 19, 2010|Categories: Áfengismál, FRÆ fréttir|Tags: , |