Auglýsingar

Vilja banna áfengisauglýsingar

Fulltrúar á ársfundi NordAN sem haldin var í Kaupmannahöfn um síðustu helgi samþykktu ályktun, eða hvatningu til ríkisstjórna Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um að banna áfengisauglýsingar.

Sýnt hefur verið fram á að áfengisauglýsingar ýta undir áfengisneyslu ungmenna. Áfengisneysla er aðalorsök dauðsfalla meðal ungs fólks í Evrópu og mun alvarlegra mein að því leyti en ólögleg fíkniefni og alnæmi.

,,Margar stofnanir og sérfræðingar sem leitast við að takmarka skaðann sem hlýst af neyslu áfengis benda á áhrif auglýsinga,¨ segir Outi Ojala, forseti NordAN. ,,The American Academy of Pediatrics gerir t.d. kröfu um aðgerðir af hálfu Hvíta hússins um aðgerðir í áfengis- og tóbaksauglýsingum og fleiri læknasamtök víða um heim kalla á aðgerðir,“ segir Ojala.

Norðmenn hafa nú þegar fjölþætt bann við áfengisauglýsingum. Litháar hefur ákveðið að frá 2012 verði áfengisauglýsingar bannaðar. Í Finnlandi er rætt um að takmarka áfengisauglýsingar með því að banna svokallaðar lífsstílsauglýsingar í markaðssetningu áfengis og vísað til franskra laga (Loi Evin) sem banna meðal annars að sýna fólk í áfengisauglýsingum. Samkvæmt frönskum lögum mega áfengisauglýsingar einungis innihalda hlutlægar upplýsingar, s.s. uppruna, innihald og verkunaraðferð.

Þann 11. mars 2009 kynnti hópur vísindamanna (the Science Group of the European Alcohol & Health Forum)skýrslu um áhrif markaðssetningar á áfengisneyslu og áfengisneysluvenjur ungs fólks. Hópurinn sem skipaður er vísindamönnum á sviði lýðheilsu auk vísindamanna sem starfa fyrir áfengisframleiðendur var einróma sammála um þessa niðurstöðu og hafna þar með þeirri viðbáru áfengisframleiðenda og seljenda að áfengisauglýsingar hafi einungis þau áhrif að vekja athygli á tilteknum vörumerkum en hafi engin áhrif á neysluna sjálfa.Þvert á móti sýni skýrslan fram á að áfengisauglýsingar hafi hvetjandi áhrif á að ungt fólk hefji áfengisneyslu og ýti undir neyslu þeirra sem þegar neyta áfengis.

NordAN var stofnað í september 2000 og er samstarfsvettvangur félagasamtaka sem vinna að því að draga úr neyslu áfengis og annarra fíkniefna og hvetja til og styðja virka (restrictive) opinbera stefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Aðildarsamtökin þiggja ekki styrki frá framleiðendum áfengis. Aðildarfélög NordAN eru nú 88 í tíu löndum (Danmörku, Eistlandi, Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi og Svíþjóð).

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

    2018-11-21T17:26:13+00:00október 5, 2010|Categories: Áfengismál, FRÆ fréttir|Tags: , , |