Kannabis
Verum vakandi – vakningaátak meðal foreldra um skaðsemi kannabis
Átakið hefst á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum – 26. júní 2010 en Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í desember 1987 að tileinka 26. júní ár hvert alþjóðlegri baráttu gegn fíkniefnum (International Day against Drug Abuse and Illicit Trafficking) til þess að vekja athygli á fíkniefnavandanum og hvetja til samstarfs í fíkniefnamálum.
Í tilefni þessa dags í ár mun Samstarfsráð um forvarnir (SAMFO) í samstarfi við nítján félagasamtök hefja sameiginlegt vakningarátak á meðal foreldra um skaðsemi kannabisefna undir heitinu „Verum vakandi“. Með átakinu vilja aðstandendur þess fræða foreldra og aðra uppalendur um kannabis, skaðsemi þeirra, einkenni kannabisneyslu og forvarnir. Með þessu vilja aðstandendur átaksins vekja athygli á og bregðast við ýmsum rangfærslum um kannabisefni sem m.a. er að finna á netinu og ungmenni eiga greiðan aðgang að. Meira um þetta verkefni má lesa á þessari síðu undir „26. júní“.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.