Auglýsingar

Skýrari reglur um áfengisauglýsingar

Þingmenn Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson og Þuríður Backman, hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum. Þau segja í greinargerð með frumvarpinu að þrátt fyrir að auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum séu bannaðar hér á landi reyni framleiðendur og dreifingaraðilar áfengra drykkja að koma þeim á framfæri í auglýsingum með því að nota líkar umbúðir og nöfn á óáfenga drykki sem þeir svo auglýsa.

Flutningsmenn vilja með frumvarpinu reyna að loka gatinu sem virðist vera á áfengislöggjöfinni þannig að framleiðendur og dreifingaraðilar áfengis geti ekki farið í kringum auglýsingabannið eins og að framan er lýst. Þetta er í sjötta skipti sem frumvarp í þessum tilgangi er lagt fyrir Alþingi.

Flutningsmennirnir frumvarpsins benda á að árið 2001 hafi komið úr skýrla á vegum ríkislögreglustjóra um áfengisauglýsingar. Þar komi fram að í Noregi taki bann við áfengisauglýsingum einnig til auglýsinga á vörum sem með sömu merkjum og einkennum. Nefnd á vegum ríkislögreglustjóra hafi lagt til að sama leið verði farin hér á landi.

Sjá frumvarpið: http://www.althingi.is/altext/138/s/0339.html

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.