FRÆÐSLA OG FORVARNIR

    

  FRÆBLADID-Mai2016
  ahrif2
  Forsidanet
  hand2
  Handbok1a
  verk2
  SAFFlogo15net

  amstarfsráði

  v43einndalkB
  a
  kannabis15
  framhsk2
  oafengt2013
  efni2

   _____________________

   ÁFENGISMÁLASTEFNA
   ÍSLENDINGA 1100 - 1992

   _
  __________________

  bida_bordi2


  ÉG ÆTLA AÐ BÍÐA...
  auglýsingar

  Bida14

  d

  d

  d
   

   

   

   

   


  AÐILD


  Eftirtalin félagasamtök stofnuðu til samstarfs í forvörnum sem kallast nú Samstarfráð félagasamtaka í forvörnum SAFF (áður Samstarfsráð um forvarnir) og byggir á fyrra samstarfi sem hófst 27. maí 2003:
   
  Bindindissamtökin IOGT
  Blátt áfram
  Brautin, bindindisfélag ökumanna
  Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa – FÍÆT
  Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu
  Heimili og skóli – landssamtök foreldra
  Hiv-Ísland, alnæmissamtökin á Íslandi
  ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
  Krabbameinsfélag Reykjavíkur
  Kvenfélagasamband Íslands
  Núll prósent – samtökin
  SAMFÉS, samtök félagsmiðstöðva
  Samhjálp, félagasamtök
  Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum
  Samtök skólamanna um bindindisfræðslu – SSB
  Unglingaregla I.O.G.T.
  Ungmennafélag Íslands (UMFÍ)
  Ungmennahreyfing IOGT
  Vernd, fangahjálp
  Vímulaus æska – Foreldrahús
  Þjóðkirkjan

   
  Aðildarsamtök SAFF vinna að áfengis-, tóbaks- og vímuefnaforvörnum á vettvangi mannræktar, velferðar, félagsmála, samfélagsþróunar, uppeldis- og skólamála, íþróttamála og tómstundastarfs. Öðrum félagasamtökum sem uppfylla framangreind skilyrði er heimil þátttaka í SAFF samþykki aðalfundur umsókn þeirra. SAFF er samstarfs- Dæmi um verkefni SAFF er fræðsluverkefnið Bara gras? Félagasamtökin eru með tengiliði og starf um land allt og verkefnið vinnst sjálfkrafa í gegnum það tengslanet og upplýsingavettvangur íslenskra félagasamtaka og sameiginlegur málsvari þeirra, s.s gagnvart stjórnvöldum, samkvæmt ákvörðun aðildarsamtaka hverju sinni. Samstarfið byggist á virðingu fyrir fjölbreytni, ólíkri aðkomu samtaka í forvörnum og mismunandi áherslum.
   
  Markmið
  Neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna snertir öll svið samfélagsins og skaðleg áhrif hennar valda samfélaginu tjóni. Félagasamtök búa yfir margvíslegum og mikilvægum möguleikum til þess að vinna gegn þessu og vilja með samstarfi sínu:
   
  Vinna að viðurkenningu á mikilvægi félagasamtaka í þróun samfélagsins, bæði inn á við og gagnvart stjórnvöldum. 
  Kalla eftir og taka með formlegum hætti þátt í að móta opinbera stefnu í forvörnum.
  Þrýsta á stjórnvöld um að tryggja fjármagn til forvarna.
  Veita stjórnvöldum stuðning við framkvæmd opinberrar stefnumörkunar og framkvæmd hennar, en jafnframt veita stjórnvöldum aðhald hvað það varðar.
  Eiga frumkvæði að því að taka upp ýmis mál sem varða forvarnir. Áskorun til þingmanna 2014 vegna frumvarps um sölu áfengis í matvöruverslunum
   
  Gildi félagasamtaka
  Félagasamtök eru þverskurður af samfélaginu með félagsfólk á öllum aldri, af báðum kynjum og starfa í þéttbýli sem dreifbýli. Félagasamtökin byggja tilvist sína á sjálfsprottinni félagslegri þörf og starf þeirra grundvallast á samfélagslegri ábyrgð, samlíðan og borgaravitund.
   
  Það er í verkahring stjórnvalda að skapa vettvang, ramma og marka stefnu í forvörnum og sjá til þess að stefnu og verkáætlunum sé framfylgt. 
  Félagasamtök eru í náinni snertingu við grasrótina og daglegt líf fólks. Fyrir vikið hafa þau annars konar möguleika í samfélaginu en stjórnvöld. Þau geta t.d. nýtt tengslanet sín til þess að virkja sjálfboðaliða í nærsamfélaginu á skömmum tíma og þátttaka þeirra getur haft margfeldniáhrif í samfélaginu. Það er ekki síst mikilvægt í fámennu ríki að hlúa að virkri samfélagsþátttöku fólksins.
  Félagasamtök hafa meira frelsi, svigrúm og sveigjanleika til athafna en stjórnvöld. Þau eru skapandi afl sem getur boðið fjölþættar lausnir. 
  Félagasamtök leggja með starfi sínu, samfélagsumræðu og verkefnum menningarlegan og lýðræðislegan grundvöll að velferð samfélagins og eflingu félagsauðs.
  Með skipulögðu og skilgreindu samstarfi hafa félagasamtök sterkari rödd og möguleika til áhrifa á ákvarðanir og stefnumörkun.
   
   
  Áskoranir SAFF
  Á hverju ári stendur samstarfsráðið fyrir forvarnaverkefnum sem vekja athygli á gildi samstarfs um málefnum heilsueflingar og forvarna.  Nýlega var ráðherrum ríkisstjórnar afhend ályktun 24   félagasamtaka um mikilvægi þess að í nýja stjórnarsáttmálanum eru FORVARNIR SETTAR Í ÖNDVEGI.  
   
  Efri myndin er tekin af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, þegar hann tók  við þessari ályktun samstarfsráðsins úr hendi Sæmundar Runólfssonar UMFÍ og Guðna R Björnssonar FRÆ.  
   
  Neðri myndin er þegar Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, tók við ramma með sömu ályktun frá Hildi Helgu Gísladóttur, Kvenfélagasambandi Íslands og formanni SAFF.
   
   
   
   
  STJÓRN
  SAMSTARFS FÉLAGASAMTAKA Í FORVÖRNUM 2015
   
  Hildur Helga Gísladóttir, formaður Kvenfélagasamband Íslands
  Guðlaug Guðjónsdóttir  Krabbameinsfélag Reykjavíkur
  Málfríður Sigurhansdóttir   UMFÍ
  Árni Guðmundsson Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum
  Jakob Gunnarsson  IOGT á Íslandi
  HELSTU VERKEFNI SAFF 2005 - 2015