Ráðgjafar

Ráðgjafaskólinn innritar nemendur

Í byrjun næsta mánaðar hefst nám í Ráðgjafaskólanum en innritun líkur 1. september.  Skólinn verður með sama sniði og undanfarin misseri en skólinn er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við ráðgjöf á ýmsum sviðum, s.s. á geðsviði, á áfangaheimilum og öldrunarheimilum, fyrir unglinga og fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra.  Námið í Ráðgjafaskólanum er alls 150 klukkustundir, 100 klukkustundir eru skipulagðar kennslustundir; 50 klukkustundir eru til heimanáms og verkefnavinnu. Námstími er u.þ.b. fjórir mánuðir. Þar sem gert er ráð fyrir að nemendur séu jafnframt í fullu starfi á námstímanum er reynt að laga námstímann að þörfum nemenda eins og kostur er. Gerðar eru kröfur um töluvert heimanám á milli kennslustunda.
Stefán Jóhannsson M.A. er skólastjóri Ráðgjafaskólans og hefur starfað við áfengis- og fíkniefnaráðgjöf stærstan hluta starfsævi sinnar. M.a. var hann forstjóri Cornerstone Institute í Flórída í 14 ár, kennari við sumarskóla Rugters University og skólastjóri Florida School of Addictions við University of North Florida í Jacksonville í tvö ár. Stefán er aðal kennari Ráðgjafaskólans sem fyrr.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á forvarnir.is.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.