FRÆÐSLA OG FORVARNIR

    

  FRÆBLADID-Mai2016
  ahrif2
  Forsidanet
  hand2
  Handbok1a
  verk2
  SAFFlogo15net

  amstarfsráði

  v43einndalkB
  a
  kannabis15
  framhsk2
  oafengt2013
  efni2

   _____________________

   ÁFENGISMÁLASTEFNA
   ÍSLENDINGA 1100 - 1992

   _
  __________________

  bida_bordi2


  ÉG ÆTLA AÐ BÍÐA...
  auglýsingar

  Bida14

  d

  d

  d

   

  FORVARNASTARF Í FRAMHALDSSKÓLUM

  Upphaf, stefna og markmið

  Í desember árið 1996 samþykkti ríkisstjórnin að efla forvarnir gegn notkun áfengis, tóbaks og annarra ávana- og fíkniefna með áherslu á forvarnir einstaklinga í áhættu fyrir notkun þessara efna auk þess að efla meðferðarúrræði  fyrir ungmenni í vanda. Með forvörnum var átt við víðustu skilgreiningu á orðinu  og skyldi leggja áherslu á heilbrigðan lífsstíl, aukna sjálfsvirðingu og bætta framtíðarsýn auk áherslu á góðan félagsskap og kjark til að taka eigin ákvarðanir. 

  Árið 1997 hafði Menntamálaráðuneytið frumkvæði að því að byggja upp forvarnastarf í framhaldsskólum og var Fræðsla og forvarnir –FRÆ fengin til að hafa umsjón með skipulagningu og framkvæmd þess í samstarfi við menntamálaráðuneytið. Verkefnið nær nú til 31 skóla sem taka við nemendum að loknu grunnskólanámi. Menntamálaráðuneytið og FRÆ hafa gert með sér tímabundna samninga um verkefnið. Síðasti samningur þessara aðila nær yfir skólaárin 2010-2011 annars vegar og 2011-2012 hins vegar.

  Verkefnisstjórar frá upphafi hafa verið Árni Einarsson og Sigríður Hulda Jónsdóttir.

  Markmið með starfinu og hlutverk FRÆ var í upphafi:  

  - Framhaldsskólar setji sér forvarnaáætlun, komi sér upp starfshópi (forvarnateymi) og forvarnafulltrúa. Forvarnafulltrúi hafi umsjón með framkvæmd áætlana og sé tengiliður skólanna vegna hennar.  

  - Forvarnir verði fastur liður (hluti) af skólastarfinu og samþættar öðru starfi skólanna og viðfangsefnum þeirra eins og hægt er í stað þess að setja upp sérstök tímabundin átaks-verkefni. Fræðsla verði felld í námsgreinar/áfanga svo sem unnt er. Forvarnafulltrúi, námsráðgjafi og aðrir starfsmenn skólans vinni saman að einstökum málum sem upp koma og snerta þennan málaflokk. 

  - Forvarnir taki mið af aðstæðum á hverjum skóla og þróist í takt við skólastarfið á hverjum stað. Litið er á að forvarnir séu langtímaverkefni eins og önnur viðfangsefni skólanna. 

  Með þetta að leiðarljósi hefur verið lögð áhersla á eftirfarandi af hálfu FRÆ: 

  1. Eiga frumkvæði að og koma af stað forvarnastarfi í skólum þar sem það er ekki að finna. 

  2. Efla forvarnastarf þar sem það er til staðar og skapa því sýnilegan og heilstæðan ramma. 

  3. Koma á framfæri við skólana og forvarnafulltrúa upplýsingum um leiðir og nýjungar og efna til umræðu og skoðanaskipta um álitamál og hugmyndir. 

  4. Stuðla að fræðslu og aukinni þekkingu þeirra sem standa að forvörnum í skólunum, einkum í formi námskeiða og með fyrirlestrum fyrir starfsfólk skólanna, m.a. á kennarafundum. 

  5. Stuðla að samvinnu á milli skóla og forvarnafulltrúa til þess að stuðla að nauðsynlegri samræmingu í stefnumörkun, til þess að miðla reynslu og upplýsingum og til þess að styrkja forvarnafulltrúa og samstarf milli þeirra.

  Starfið byggir á innlendum og erlendum rannsóknum varðandi lífsstíl ungmenna, áhættuhegðun og árangursrík verkefni í forvarnastarfi. Mikil stefnumótun var unnið við upphaf verkefnisins og hefur hún sífellt verið til endurskoðunar og er endurbætt í samvinnu við starfandi forvarnafulltrúa árlega. Framhaldsskólaárin eru tími þroskunar og mótunar, aldursskeið sem í senn þarfnast svigrúms og aðhalds. Aldursskeið þar sem grunnur er lagður að framtíð og farsæld.

  Þar sem hver forvarnafulltrúi mótar starf sitt í samræmi við áherslur skólans og eigin stefnumótun er einstaklingsmiðuð ráðgjöf til forvarnafulltrúa mikilvægur þáttur í starfinu.  Á vegum verkefnisins er haldið úti netpóstlista forvarnafulltrúa og er mikið notaður.  Markmiðið með listanum er meðal annars að forvarnafulltrúar hafi þar vettvang til að miðla hugmyndum og leiðum í starfi.  Þetta markmið hefur náðst og á listanum hefur verið mikil miðlun upplýsinga og skoðanaskipti.  

  Samstarfssamningur FRÆ og mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárin 2010-2011 og 2011-2012 gerir ráð fyrir að FRÆ geti lagt að mörkum rúmlega tveggja daga vinnu á mánuði á samningstímanum. Samkvæmt honum veitir Forvarnir og fræðsla (FRÆ) framhaldsskólum ráðgjöf og stuðning við skipulagningu og framkvæmd forvarna á sviði áfengis- og vímuvarna með því að sinna sérstaklega eftirfarandi:

  1.        Halda utan um og efla samstarf forvarnafulltrúa framhaldsskólanna með því meðal annars að halda fundi bæði vor  og haust með þeim.
  2.        Veita ráðuneytinu og framhaldsskólum ráðgjöf um áfengis- og vímuvarnarþáttinn í HOFF verkefninu.
  3.        Veita framhaldsskólum ráðgjöf um stefnumótun, skipulagningu/áætlanagerð og framkvæmd áfengis- og vímuvarna.

   

  Skólaárið 2009-2010

  Grundvallaratriði í forvarnastarfi framhaldsskóla hefur verið að fá forvarnir skilgreindar sem sérstakt og viðvarandi viðfangsefni framhaldsskóla í höndum sérstaks starfsmanns innan skólanna (forvarnafulltrúa). Verkefnið hefur skilað því að nú er forvarnastarf orðið fastur liður í starfsemi flestra framhaldsskóla landsins í þeim 31 framhaldsskóla sem starfið beinist nú að. Þeir hafa það m.a. að markmiði að efla heilbrigt félagslíf nemenda, vinna með viðhorfamyndun þeirra, efla eftirlit og stuðning við nemendur og aðstandendur þeirra svo eitthvað sé nefnt.

  Auk almennrar umsjónar með forvarnastarfi skólanna eru forvarnafulltrúar með auglýsta vikulega viðtalstíma og bjóða einstökum nemendum stuðning innan skólans. Einnig eru þeir oft í sambandi við foreldra og aðra aðila innan og utan skólans sem tengjast þeim einstaklingum sem sækja viðtöl og/eða njóta aðstoðar forvarnafulltrúa. Forvarnafulltrúum vex ásmegin í starfi og fjölbreytni í forvarnastarfinu eykst stöðugt. Forvarnafulltrúar afla sér eftir mætti aukinnar þekkingar á þessu sviði.

  Forvarnastarf skólanna og verkefni eru með ýmsum hætti en undirliggjandi er áhersla þeirra á heilbrigðan einstakling, sjálfsstyrkingu og jákvæðan lífsstíl. Einnig kemur inn fræðsla og umræður um vímuefni og stöðug umræða er um hvað falli undir heilbrigði og að hverju æskilegt sé að forvarnir beinist.

  Skólabyrjun framhaldsskóla haustið 2009 fól í sér ýmis ný viðfangsefni. Við blasti mikil fjölgun nemenda í framhaldsskólum og fyrirsjáanlegur niðurskurður á fjármagni til skólamála, eins og annarra málaflokka hins opinbera, sem ætla mátti að þrengdi möguleika í ýmsum góðum málum og brýnum viðfangsefnum. Þrátt fyrir það héldu skólarnir nokkuð sínu striki í forvörnum og áfram var unnið að uppbyggingu forvarna í framhaldsskólunum.

  Mikil umræða var um stefnumörkun framhaldsskóla á síðasta ári. Ekki síst vegna verkefnis Lýðheilsustöðvar, Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum (Hoff). Við höfum frá því um síðustu áramót átt í góðu samstarfi og viðræðum við Lýðheilsustöð um þennan þátt og niðurstaða okkar er sú að hvetja framhaldsskóla til þess að gaumgæfa vel kosti Hoff verkefnisins. Sú heildarsýn sem þar er að finna í forvörnum fellur ágætlega að þeirri þróun sem orðið hefur í forvarnastarfinu í skólunum og getur stuðlað að heildstæðara starfi ef vel er á haldið. Skólarnir hafa verið að móta stefnuna og forvarnastarfið samhliða. Skólarnir eru ólíkir og því eðlilegt að starfið sé mismunandi, jafnvel áherslur að einhverju marki. Þetta er auðvelt í Hoff verkefninu ef þess er gætt í upphafi. Við teljum samt æskilegt að skólarnir samræmi sig varðandi ákveðin atriði í forvarnastarfi og fylgi sömu heildarstefnu og áherslum í grundvallarþáttum.

  Forvarnastarf framhaldsskóla er fjölbreytt. Við lítum svo á að forvarnastarf skólanna byggist í aðalatriðum á þrennu: (1) Skólunum sjálfum, stefnu þeirra og starfi; (2) þátttöku og stuðningi foreldra; (3) þátttöku og stuðningi nemenda. Forvarnafulltrúar framhaldsskóla leika stórt hlutverk í forvörnum skólanna og geta gert gæfumun í öllum þáttum forvarnastarfsins fái þeir svigrúm til þess.

  Forvarnastarf framhaldsskólanna er starf sem lýkur aldrei og er stöðugt í þróun. Handbókin sem gefin var út á vormánuðum er hugsuð sem brú á milli fortíðar og framtíðar. Í henni er að finna yfirlit yfir þróun og stöðu forvarnastarfsins sem við vonum að nýtist vel í framtíðarstarfinu.

  Við þökkum góðu samstarfsfólki á liðnu skólaári samstarfið, einkum forvarnafulltrúunum, sem unnið hafa af eljusemi og áhuga að uppbyggingu forvarna í framhaldsskólum.

  Júní 2010.

  Árni og Sigríður Hulda.