FRÆÐSLA OG FORVARNIR

    

  FRÆBLADID-Mai2016
  ahrif2
  Forsidanet
  hand2
  Handbok1a
  verk2
  SAFFlogo15net

  amstarfsráði

  v43einndalkB
  a
  kannabis15
  framhsk2
  oafengt2013
  efni2

   _____________________

   ÁFENGISMÁLASTEFNA
   ÍSLENDINGA 1100 - 1992

   _
  __________________

  bida_bordi2


  ÉG ÆTLA AÐ BÍÐA...
  auglýsingar

  Bida14

  d

  d

  d

  Aldrei of seint að byrja -áhrif þess að byrja ungur að neyta áfengis 30.01.2012

  Neysla áfengis og annarra vímuefna raskar uppvexti og ógnar velferð margra barna. Sum bíða ævarandi tjón. Það er bitur reynsla foreldra og annarra aðstandenda að sjá barn sitt lenda í fjötrum áfengis- og vímuefnaneyslu og villast jafnvel á brautir glæpa og ofbeldis.  Það er átakanleg fórn sem varðar okkur öll.

  Áhrifaþættir áfengis- og vímuefnaneyslu
  Vitað er að ýmsir þættir hafa áhrif á áfengis- og vímuefnaneyslu fólks, bæði hvort fólk neytir þessara efna yfir höfuð, hvenær það byrjar neyslu, hvaða efna það neytir og hvernig það neytir efnanna, þ.e. neysluvenjur. Meðal áhrifaþátta eru t.d. uppeldisaðstæður og fjölskylda, viðhorf samfélagsins, aðgengi að vímuefnum, þátttaka í tómstundum og þroskandi viðfangsefnum, líðan og gengi í skóla og geðheilbrigði almennt og erfðir koma einnig við sögu.

  Ekki er auðvelt að fullyrða um bein orsakatengsl afmarkaðra þátta í þessu sambandi. Mannlegt atferli verður til í flóknu samspili umhverfis og einstaklinga. Rannsóknir hafa þó leitt í ljós ýmislegt sem auðveldar þeim sem sinna forvörnum að velja áherslur og viðfangsefni.

  Ungir neytendur
  Það er áhyggjuefni hvers mörg íslensk börn byrja ung að neyta áfengis. Rannsóknir sýna að því yngri sem börn hefja neyslu áfengis og annarra vímuefna þeim mun hættara er við að hún valdi þeim erfiðleikum, bæði í bráð og lengd. Sterk tengsl eru á milli ýmissa neikvæðra hliða áfengis- og vímuefnaneyslu og þess að hefja neyslu áfengis á unga aldri, s.s. að:
  1) Meiri líkur eru á vandamálum í æsku, s.s. samskiptavanda við foreldra og fjölskyldu;
  2) Meiri líkur eru á vandamálum tengdum námi og skólagöngu;
  3) Meiri líkur eru á hegðunarvanda;
  4) Meiri líkur eru á neyslu ólöglegra vímuefna;
  5) Meiri líkur eru á misnotkun og mikilli og skaðlegri áfengisneyslu á fullorðinsaldri.

  Við þetta má svo bæta að heili barna og unglinga er mun viðkvæmari fyrir áfengisskaða en heili fullorðinna og rannsóknir sýna að líkur á alkóhólisma minnka umtalsvert við hvert ár sem neyslan frestast. Áfengisdrykkja barna og unglinga er því alvarlegt hættumerki sem bregðast þarf við af fullri alvöru. Við getum ekki leyft okkur sinnuleysi í þessum efnum. Til þess er of mikið í húfi fyrir líf og framtíð barna og ungmenna.

  Vinnum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna
  Á grundvelli vitneskju um tengsl áfengisneyslu á unga aldri og ýmiss konar vanda verður því að leggja mikla áhersla á að börn og unglingar neyti ekki áfengis og annarra vímuefni.

  Í æsku er lagður grunnur að framtíð hvers einstaklings. Þámótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Allt samfélagið þarf að taka höndum saman um að skapa börnum þroskavænleg skilyrðiog stuðla að þvíbörn og ungmenni neyti ekki áfengis og annarra vímuefna. Á þessu byggjast m.a. markmið heilbrigðisáætlunar og ýmis önnur stefnumörkun í áfengis- og vímuefnamálum hér á landi.

  Til baka...