FRÆÐSLA OG FORVARNIR

    

  FRÆBLADID-Mai2016
  ahrif2
  Forsidanet
  hand2
  Handbok1a
  verk2
  SAFFlogo15net

  amstarfsráði

  v43einndalkB
  a
  kannabis15
  framhsk2
  oafengt2013
  efni2

   _____________________

   ÁFENGISMÁLASTEFNA
   ÍSLENDINGA 1100 - 1992

   _
  __________________

  bida_bordi2


  ÉG ÆTLA AÐ BÍÐA...
  auglýsingar

  Bida14

  d

  d

  d

  Aðgengi að vímuefnum 29.01.2010

  Eftir að hafa séð og lesið greinar um frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks vil ég taka undir með þeim sem mótmæla því að sala áfengis verði leyfð í matvöruverslunum. Vitnað hefur verið í margar rannsóknir og sýnt fram á hvað áfengi tengist oft afbrotum, slysum og ýmsum erfiðleikum í lífi fólks. Því vil ég miðla hér upplýsingum úr rannsókn sem ég vinn að en ekki er búið að gefa út skýrslu um rannsóknina. Ungmenni eiga ekki að þurfa að horfa á áfengisflöskur í matvöruverslunum, freistast til að kaupa eða prófa þennan drykk með ýmsum klækjum sem ungviði getur þótt spennandi að takast á við í barnaskap sínum. Eftirlit hefur engan vegin virkað hér á landi og ótrúlegur fjöldi ungmenna hefur drukkið áfengi hér á landi eins og hér er sýnt fram á.

  Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands er að vinna að rannsókn um forvarnir, vímuefnaneyslu og aðgengi að fíkniefnum meðal 18-20 ára ungmenna, sambærilegri og höfundur vann að árið 2004. Þátttakendur voru spurðir hvenær þeir hefðu fyrst drukkið áfengi, fyrst orðið drukknir og hve gamlir þeir voru þegar þeir fyrst notuðu hass eða maríjúana. Niðurstöður byggja á símakönnun sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í lok ársins 2007. Tekið var 1200 manna úrtak meðal fólks á aldrinum 18-20 ára af öllu landinu og er svarhlutfall 68% eða 811 einstaklingar.

  Aldur svarenda þegar þeir drukku áfengi í fyrsta sinn, urðu drukknir í fyrsta sinn eða notuðu hass/maríjúana í fyrsta sinn. Uppsöfnuð tíðni.

  Myndin sýnir að við 16 ára aldur eru margir unglingar búnir að bragða áfengi. Af þeim 95% svarenda sem höfðu einhvern tímann drukkið áfengi um ævina þá eru um 50% búnir að prófa það á grunnskólaaldri (15 ára eða yngri), um 43% reynt í fyrsta sinn á aldrinum 16 eða 17 ára (sjá töflu 1). Niðurstöður eru nokkuð svipaðar hvað varðar það að verða drukkin í fyrsta sinn en um 40% svarenda höfðu reynt það á grunnskólaaldri. Hvað varðar hass/maríjúana neyslu þá er aldur þeirra 28% svarenda sem höfðu prófað hass eða maríjúana nokkuð hærri en þrátt fyrir það höfðu um 20% reynt það á grunnskólaaldri en um 51% sögðust fyrst hafa notað þessi fíkniefni á aldrinum 16-17 ára (sjá töflu 1).

   

  Tafla 1. Aldur svarenda þegar þeir drukku fyrst áfengi, urðu fyrst drukknir og þegar þeir notuðu fyrst hass/marihuana

   

  Aldur þegar fyrst drakk áfengi, %

  Aldur þegar fyrst drukkin/n, %

  Aldur við fyrstu hass/ maríjúana neyslu, %

  15 ára og yngri

  51

  40

  20

  16-17 ára

  43

  50

  51

  18-20 ára

  7

  11

  28

  Fjöldi svarenda

  753

  738

  227

   

  Niðurstöður sýna jafnframt að um 60% 18-20 ára ungmenna hafa verið boðin fíkniefni hér á landi sem er álíka hátt hlutfall og árið 2004. Þannig virðist aðgengi að fíkniefnum vera auðvelt hér á landi. Þegar kannað er að hvaða marki svarendur þekkja til þess hvernig þeir geta nálgast fíkniefni þá sögðust um 38% þekkja mjög eða frekar vel til þess (sjá töflu 2). Framboðið af fíkniefnum er ef til vill meira en eftirspurnin hjá unga fólkinu?

   

  Tafla 2. Þekkir þú vel eða illa til þess hvernig hægt er að verða sér úti um fíkniefni hér á landi?

   

  Fjöldi

  Hlutfall

  Gilt hlutfall

  Mjög vel

  120

  15

  15

  Frekar vel

  184

  23

  23

  Hvorki vel né illa

  52

  6

  7

  Frekar illa

  156

  19

  20

  Mjög illa

  281

  35

  35

  Alls

  793

  98

  100

  Veit ekki, neitar að svara

  18

  2

   

  Samtals

  811

  100

   

   

  Niðurstöður hér benda til að töluverður hópur hefur drukkið áfengi eða notað hass/ maríjúana strax á grunnskólaaldri, þó sjá megi að margir byrji neyslu seinna. Það er ekki á þetta bætandi ef aðgengi að áfengi verður betra sem leiðir að öllum líkindum til aukinnar áfengisdrykkju og jafnvel fíkniefnaneyslu meðal ungmenna. Því er ekki rétt að vera með óhefta dreifingu og sölu áfengis eins og á við um nauðsynjavörur heimila. Það á nú ekki að vera erfitt fyrir fullorðið fólk að keyra við í vínbúð.

  Ef sporna á við vímuefnaneyslu með forvörnum þá þarf að fjármagna rannsóknir þannig að hægt sé að kanna að hvaða marki meðferðarúrræði og forvarnir eru að skila árangri og til að finna vænlegar leiðir til árangurs.

  Jóhanna Rósa Arnardóttir
  Forstöðumaður Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd

  Til baka...