FRÆÐSLA OG FORVARNIR

    

  FRÆBLADID-Mai2016
  ahrif2
  Forsidanet
  hand2
  Handbok1a
  verk2
  SAFFlogo15net

  amstarfsráði

  v43einndalkB
  a
  kannabis15
  framhsk2
  oafengt2013
  efni2

   _____________________

   ÁFENGISMÁLASTEFNA
   ÍSLENDINGA 1100 - 1992

   _
  __________________

  bida_bordi2


  ÉG ÆTLA AÐ BÍÐA...
  auglýsingar

  Bida14

  d

  d

  d

  Velheppnað málþing um áfengismál 11.05.2017

  Málþingið Áfengi, heilsa og samfélag sem FRÆ stóð fyrir síðastliðinn þriðjudag, 9. maí, í samstarfi við fleiri aðila tóks vel og lýstu þátttakendur yfir mikill ánægju með það.

  Málþingið var í tveimur hlutum. Annars vegar var sjónum beint að þekkingu á margþættum heilsufarslegum áhrifum og sjúdómabyrði vegna áfengisneyslu og þekktum áhrifum á ýmsa sjúkdóma, s.s. fíknsjúkdóma og krabbamein. Hins vegar var sjónum beint að samfélagslegum áhrifum áfengisneyslu, s.s. á löggæslu, félagsmálum, afbrotum og ofbeldi og áhrifum áfengisneyslu á aðra en neytandann sjálfan.

  Fyrirlesarar voru sérfræðingar á ýmsum sviðum áfengismála eða sviðum sem tengjast áfengismálum. Fundarstjórar voru Ögmundur Jónasson og Siv Friðleifsdóttir, sem bæði eru fyrrverandi heilbrigðisráðherrar.

  Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ sagði í setningarávarpi sínu í upphafi málþingsins að markmið þess væri að vekja athygli á og auka almenna þekkingu og vitund um fjölþætt áhrif áfengis á lýðheilsu og samfélag. Aukin þekking hvað þetta varðaði efldi skilning á mikilvægi forvarna og lýðheilsusjónarmiða við stefnumörkun í áfengismálum. ,,Það má vera ljóst af síendurteknum frumvörpum á Alþingi um að auka aðgengi að áfengi og ýmsu sem fram kemur í umræðum um þau að þeir sem láta sig lýðheilsu og almenna velferð varða þurfa stöðugt að vera á tánum í að miðla upplýsingum um öll svið áfengismálanna. Áfengismál eru margslunginn málaflokkur. Þar er ekkert einfalt. Alltaf bætist í þekkingarbrunninn. Áfengismál þurfa því að vera stöðugt til umræðu. Það hlítur öllum að vera ljóst að ekki er hægt að smætta þau í umræðu sem einungis snýr að fjárhagslegum hagsmunum eða pólitískum trúaratriðum,¨ sagði Árni meðal annars í ávarpi sínu.

  Til baka