FRÆÐSLA OG FORVARNIR

    

  FRÆBLADID-Mai2016
  ahrif2
  Forsidanet
  hand2
  Handbok1a
  verk2
  SAFFlogo15net

  amstarfsráði

  v43einndalkB
  a
  kannabis15
  framhsk2
  oafengt2013
  efni2

   _____________________

   ÁFENGISMÁLASTEFNA
   ÍSLENDINGA 1100 - 1992

   _
  __________________

  bida_bordi2


  ÉG ÆTLA AÐ BÍÐA...
  auglýsingar

  Bida14

  d

  d

  d

  Fleiri andvígir en fylgjandi sölu áfengis í matvöruverslunum 12.11.2015

   

  Í niðurstöðum netkönnunar sem gerð var dagana 22. október - 1. nóvember 2015 og sagt er frá í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að fleiri eru andvígir en fylgjandi því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum á Íslandi.

  Spurning Gallup var tvíþætt: Annars vegar var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyft verði að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi?

  Hins vegar var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyft verði að selja sterkt áfengi í matvöruverslunum á Íslandi?

  Þegar spurt er um sölu á léttvíni eða bjór eru hátt í 47% þeirra sem taka afstöðu andvíg en nær 41% fylgjandi. Rúmlega 12% segjast hvorki fylgjandi né andvíg.

  Þegar spurt er um sölu á sterku áfengi eru hins vegar nær tveir af hverjum þremur andvígir á móti tæplega 22% sem eru fylgjandi. Rösklega 12% segjast hvorki fylgjandi né andvíg.

  Nokkur munur er á viðhorfi fólks til sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þeir sem eru yngri en 40 ára frekar fylgjandi henni en þeir sem eldri eru. Einnig er munur á viðhorfi fólks eftir fjölskyldutekjum; þeir sem hafa hæstar fjölskyldutekjur eru frekar fylgjandi henni en þeir sem hafa lægri fjölskyldutekjur.

  Einnig er munur á viðhorfi fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Þeir sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eru frekar fylgjandi sölu í matvöruverslunum en þeir sem kysu aðra flokka. Þar á eftir koma þeir sem kysu Pírata og svo þeir sem kysu Bjarta framtíð. Þeir sem styðja ríkisstjórnina eru frekar fylgjandi henni en þeir sem styðja ekki stjórnina.

  Þegar spurt er um viðhorf fólks til sölu sterks áfengis í matvöruverslunum eru karlar frekar fylgjandi henni en konur og fólk yngra en 40 ára frekar fylgjandi en þeir sem eldri eru. Einnig er munur á viðhorfi fólks eftir fjölskyldutekjum þess og hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis nú. Þeir sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eru frekar fylgjandi sölu sterks áfengis í matvöruverslunum en þeir sem kysu aðra flokka, næst koma þeir sem kysu Bjarta framtíð og svo þeir sem kysu Pírata. Þeir sem styðja ríkisstjórnina eru frekar fylgjandi sölu sterks áfengis í matvöruverslunum en þeir sem styðja ekki ríkisstjórnina.

  Til baka