FRÆÐSLA OG FORVARNIR

    

  FRÆBLADID-Mai2016
  ahrif2
  Forsidanet
  hand2
  Handbok1a
  verk2
  SAFFlogo15net

  amstarfsráði

  v43einndalkB
  a
  kannabis15
  framhsk2
  oafengt2013
  efni2

   _____________________

   ÁFENGISMÁLASTEFNA
   ÍSLENDINGA 1100 - 1992

   _
  __________________

  bida_bordi2


  ÉG ÆTLA AÐ BÍÐA...
  auglýsingar

  Bida14

  d

  d

  d

  Ungmenni drekka meira í löndum með mikla áfengisneyslu 30.09.2015

  Stór alþjóðleg rannsókn sýnir að það eru bein tengsl á milli drykkjuvenja ungmenna og þess hversu mikils áfengis fullorðnir í viðkomandi landi neytir, þ.e. hve heildarneysla áfengis (meðaltal) er. Í löndum þar sem fullorðnir drekka mikið - eins og í Danmörku og Litháen – hafa einnig hlutfallslega fleiri 15 ára ungmenni drukkið sig ölvuð gagnstætt því sem er í löndum þar sem áfengisneysla er hvað minnst. Þar hefur aðeins lítill hluti ungmennanna orðið ölvaður. Rannsóknin er byggð á gögnum frá árinu 2010 þar sem 140.000 ungmenni í 37 löndum svöruðu spurningum um drykkjuvenja sínar. Þetta er í fyrsta sinn sem kannað er í stórri rannsókn hvort tengsl eru á milli heildarneyslu áfengis landa og áfengisneyslu ungmenna.

  Í Danmörku segjast 68% af 15 ára unglingum hafa drukkið sig ölvuð. Aðeins Litháen skákar Danmörku að þessu leyti, en þar er hlutfallið 74%. Sama ár mældist heildarneysla áfengis í Danmörku 13 lítrar af hreinum vínanda á hvern íbúa 15 ára og eldri. Í Litháen var neyslan 15 lítrar.

  Þessu er svo alveg öfugt farið í löndum eins og Íslandi og Ísrael þar sem heildarneysla áfengis er mun minni. Þar hefur mun lægra hlutfall 15 ára ungmenna drukkið sig ölvuð.

  Í töflunni hér á eftir er ölvunardrykkja 15 ára ungmenna sýnd í samanburði við heildarneyslu áfengis í nokkrum þeirra landa sem tóku þátt í rannsókninni:

  Land

  Hlutfall 15 ára ungmenna sem hafa drukkið sig ölvuð (%)

  Árleg heildar áfengisneysla fullorðinna í lítrum (meðaltal)

  Litháen

  74

  15

  Danmörk

  68

  13

  England

  49

  13

  Þýskaland

  45

  13

  Noregur

  38

  7,8

  Svíþjóð

  37

  10

  Frakkland

  36

  14

  USA

  28

  9,4

  Ísland

  27

  6,3

  Ísrael

  25

  2,9

  Tengsl heildarneyslu og ölvunardrykkju ungmenna eiga bæði við um drengi og stúlkur, en í mismiklum mæli. Í töflunni hér að neðan kemur fram að drengir í löndum með háa heildarneyslu eru 3,5 sinnum líklegri til þess að hafa drukkið sig ölvaða en drengir í löndum þar sem heildarneysla er lág.

  Stúlkur í löndum með mikla heildarneyslu eru 3,3 sinnum líklegri til þess að hafa orðið ölvaðar samanborið við stúlkur í löndum þar sem heildarneyslan er lág. Samhengi heildarneyslu og þess að 15 ára ungmenni hafi drukkið sig ölvuð er með öðrum orðum mjög sterkt samkvæmt töflunni.

  Árleg heildarneysla

  Áhættuhlutfall fyrir ölvunardrykkju (odds ratio)

  Stúlkur

  Áhættuhlutfall fyrir ölvunardrykkju (odds ratio)

  Drengir

  Lág

  1

  1

  Í meðallagi

  2,1

  1,9

  3,3

  3,5

  Vísindamenn frá Statens Institut for Folkesundhed í Danmörku ásamt fleirum unnu þessar upplýsingar um gögnum alþjóðlegu rannsóknarinnar Health Behaviour in School-aged Children (HBSC) sem Ísland tekur þátt í og kallast Heilsa og lífskjör skólanema, ásamt gögnum frá WHO.

  Byggt á eftirfarandi.

  Einnig má lesa um rannsóknina í tímaritinu Addiction.

  Til baka