FRÆÐSLA OG FORVARNIR

    

  FRÆBLADID-Mai2016
  ahrif2
  Forsidanet
  hand2
  Handbok1a
  verk2
  SAFFlogo15net

  amstarfsráði

  v43einndalkB
  a
  kannabis15
  framhsk2
  oafengt2013
  efni2

   _____________________

   ÁFENGISMÁLASTEFNA
   ÍSLENDINGA 1100 - 1992

   _
  __________________

  bida_bordi2


  ÉG ÆTLA AÐ BÍÐA...
  auglýsingar

  Bida14

  d

  d

  d

  Heilbrigði og velferð einn af grunnþáttum menntunar 23.02.2012


  Í maí á síðasta ári gaf mennta- og menningarmála- ráðuneytið út nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Um er að ræða almennan hluta námskránna sem er að hluta til sameiginlegur fyrir skólastigin þrjú. Aðalnámskrá á að vera rammi um skólastarf og leiðarvísir um tilgang þess og markmið og birta heildarsýn um menntun. Hún er nánari útfærsla á menntastefnu gildandi laga um þessi skólastig.

  Ný menntastefna birtist í þessum aðalnámskrám. Hún hefur það að meginmarkmiði að styrkja getu einstaklinga til að verða virkir, gagnrýnir og hæfir þáttakendur í janfréttis- og lýðræðissamfélagi eins og segir í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Sex grunnþættir eru skilgreindir sem kjarni menntastefnunnar. Þeir eru læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Tekið skal fram að átt er við læsi í víðtækri merkingu. Allt skólastarf, kennsla og starfshættir skóla eiga að taka mið af grunnþáttunum sex. Þættirnir tengjast innbyrðis og eru háðir hver öðrum.

  Í grunnþættinum heilbrigði og velferð felast dýrmæt tækifæri til að stuðla að heilsueflingu og velfarnaði barna og ungs fólks. Í áranna rás hefur verið lögð rík áhersla í skólum á andlega, líkamlega, tilfinningalega og félagslega vellíðan nemenda. Ný aðalnámskrá gefur færi á að sinna þessum þáttum með enn markvissara og heildstæðara móti. Þættir heilbrigðis sem leggja ber áherslu á eru jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra. Í fræðslustarfi, skipulagi og starfsháttum skóla ber að taka mið af þessum þáttum.  Þeir eiga að speglast í íþróttakennslu, heilsusamlegu fæðuframboði í mötuneyti og áherslum í öðrum námsgreinum eða námssviðum ekki síst þeim sem tengjast ofangreindum heilbrigðisþáttum. Áhersla er á að nemendur öðlist þá þekkingu, skilning, hæfni og leikni sem nauðsynleg er til að stuðla að andlegu, félagslegu, tilfinnigalegu og líkamlegu heilbrigði þeirra í samtíð og til lengri tíma litið.

  Jákvæði sálfræði – sóknarfæri
  Með vaxandi þekkingu á heilsufarslegum áhrifaþáttum hefur sjónum í auknum mæli verið beint að heildstæðri stefnu og áherslum í skólum. Kemur þetta meðal annars fram í hugmyndafræði um Heilsueflandi skóla (Health promoting schools) sem hefur náð talsverðri útbreiðslu í Evrópu og einnig hér á landi og Landlæknisembættið, áður Lýðheilsustöð, hefur haft umsjón með. Í þessu sambandi hefur hugtakið velferð eða velfarnaður (well-being) verið notað sem eins konar samnefnari yfir þann ávinning sem stefnt er að með markvissri og heildstærði stefnu á þessu sviði. 
  Þekkingu og skilningi á áhrifum andlegra og tilfinningalegra þátta á heilbrigði hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum áratugum. Sumir skólamenn ganga svo langt og telja að færa eigi rök fyrir því að „velferð ætti að vera meginhlutverk menntunar og að allir skólar ættu að einbeita sér að því að nemendur og starfsmenn blómstri í sem ríkustum mæli.“ (Morris, 2009). Morris (2009) fjallar í bók sinni Nám í skóla um hamingju og velferð – Að sitja fíl um hvernig nýta má kenningar úr heimspeki, jákvæðri sálfræði, heilbrigðisfræðum og fleiri fræðigreinum í lífsleiknikennslu og kennslu skyldra námssviða í þeim tilgangi að stuðla að velferð og hamingju barna og unglinga. Hamingjuhugtakið er hér notað í merkingunni farsæld og um „ferðalagið“ sem í því felst að verða að manneskju – andstætt áherslum sældarhyggjunnar  á ánægjuna sem er einkennandi fyrir neyslusamfélag nútímans. 

  Í jákvæðri sálfræði er horfið frá sjúkdómsmódeli sem er einkennandi fyrir almenna sálfræði þar sem einblínt er á það sem aflaga fer og reynt að leita skýringa á því til að bæta úr. Jákvæða sálfræðin aftur á móti beinir sjónum að því sem vel gengur og útgangspunkturinn er jákvæðar hliðar mannlegrar tilveru svo sem hamingja, velferð og það að blómstra (Boniwell, 2006). Morris (2009) bendir á það í bókinni sem nefnd var hér að framan að með því að nýta hugmyndir jákvæðrar sálfræði um hamingju og velferð mætti hverfa frá þeirri „bölsýnis- og stórslysakennslu“ sem einkennt hefur forvarnafræðslu í skólum á Vesturlöndum. Þar hefur áherslan verið á fræðslu um hörmungar og það versta sem gæti gerst í tengslum við ávana- og fíkniefni, kynlíf o.fl. Morrist hvetur til þess að nærtækara væri að kenna börnum og unglingum skipulega færni í því að verða farsælar manneskjur, hvernig á að skapa og viðhalda góðu sambandi við aðra, hvernig hver og einn getur fundið styrkleika sína og þroskað þá og hvernig næra á líkama og sál. Hann telur brýna nauðsyn bera til að kollvarpa hörmungarlíkaninu og kenna börnum hvað felst í því að blómstra og hvernig þau geta orðið afbragðs manneskjur. 

  En við ráðum ekki alfarið sjálf öllu um líf okkar og hamingju – erfðir, meðfæddir eiginleikar geta gefið okkur forskot eða verið fyrirstaða. En með sjálfviljugu athæfi getum við haft gríðarlega áhrif á eigið líf og lífsfyllingu. Ráð Morris eru þessi:

  Stundaðu núvitund (mindfulness) og hugleiðslu.
  Hugsaðu vel um líkama þinn; nægur svefn, líkamsrækt, hollur matur.
  Stofnaðu til og viðhaltu jákvæðum og merkingarbærum tengslum við aðra.
  Þakkaðu fyrir; það þýðir að vera þakklát(ur) fyrir fólk og hluti í lífi þínu.
  Lærðu bjartsýni og ræktaðu hugann (vaxtarhugarfar).
  Sýndu bróðurþel. Þróaðu góðvild til allra.
  Gerðu það sem þú ert góð(ur) í, nýttu hæfileika þína og skapgerðarstyrk þinn og þróaðu nýja styrkleika.
  Finndu merkingu og tilgang í lífi þínu og gerðu eitthvað sem styrkir þig á jákvæðan hátt.

   
  Heimildir
  Boniwell, I. (2006, 2008). Positive Psychology in a Nutshell. London: Personal Well-Being Centre.
  Health and Wellbeing in Schools Project – Final Report. Sótt 27.2.2012 af http://www.scotland.gov.uk/Publications/2011/09/14083711/2 
  Mennta- og menningarmálaráðuneytið (2011). Aðalnámskrá grunnskóla – Almennur hluti. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.
  Mennta- og menningarmálaráðuneytið (2011). Ný menntastefna – Útgáfa aðalnámskrár. Fréttatilkynning 16.5.2011. Sótt 27.2.2012 af http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/6004?CacheRefresh=1 
  Morris, I. (2009). Nám í skóla um hamingju og velferð – Að sitja fíl. Ísl. þýðing Erla Kristjánsdóttir. Kópavogi: Námsgagnstofnun.
   
  Til baka...