FRÆÐSLA OG FORVARNIR

    

  FRÆBLADID-Mai2016
  ahrif2
  Forsidanet
  hand2
  Handbok1a
  verk2
  SAFFlogo15net

  amstarfsráði

  v43einndalkB
  a
  kannabis15
  framhsk2
  oafengt2013
  efni2

   _____________________

   ÁFENGISMÁLASTEFNA
   ÍSLENDINGA 1100 - 1992

   _
  __________________

  bida_bordi2


  ÉG ÆTLA AÐ BÍÐA...
  auglýsingar

  Bida14

  d

  d

  d

  Fara framhaldsskólar offari í forvörnum? 30.01.2012


  Tilefni ofangreindrar spurningar eru ýmis álit og úrskurðir sem mennta- og menningarmálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis hafa látið frá sér fara til að slá á hendur þeirra sem vinna að forvörnum í framhaldsskólum. Ekki er nema rúmlega áratugur síðan farið var að sinna forvörnum í framhaldsskólum að nokkru ráði. Það var gert m.a. með því fela einstökum kennurum að sinna þeim verkefnum í litlu hlutastarfi aukreitis. Markmiðið var að stuðla að heilsueflingu jafnframt því sem skólarnir báru aukna ábyrgð eftir að sjálfræðisaldurinn var færður upp í átján ár.

  Þær aðferðir sem sýnt þykir að reynist einna best er að nálgast nemendur sem heilbrigða og metnaðarfulla einstaklinga enda eru þeir það flestir. Út frá þeim útgangspunkti er svo unnið í leik og störfum og reynt að ýta undir þessa þætti. Þessi hugmyndafræði kristallast í hugmyndafræði Heilsueflandi framhaldsskóla sem 31 framhaldskólar vinna nú eftir. Ekki er unnið útfrá heimsósómakenningum um að unglingar séu allir á leið í drykkju og drabb heldur þveröfugt. 
   
  Þetta breytir þó því ekki að skólinn þarf að styðja við og grípa þá sem misstíga sig. Undanfarin ár hafa margir skólar notað áfengismæla á skólaböllum og hefur fyrirkomulagið við notkun þeirra verið með ýmsum hætti, stundum hafa allir nemendur verið beðnir um að blása og stundum tilviljunarkennt úrtak úr hópi þeirra. Þetta varð til þess að mennta- og menningarmálaráðuneytis sendi skólunum tilkynningu þess efnis að skólum bæri að fara mjög gætilega í notkun áfengismæla „Með því kynnu nemendur að vera útilokaðir frá skóladansleikjum af þeirri ástæðu einvörðungu að neita að undirgangast slíka mælingu, án þess að hafa í reynd brotið gegn fortakslausu banni við áfengis- og vímuefnanotkun.“ Ráðuneytið lætur hinsvegar vera, líkt og endranær, að útskýra hvernig starfsfólk á að fylgja hinu fortaklausa banni. Jafnframt benti ráðuneytið skarplega á að áfengismælar mældu ekki aðra vímugjafa en áfengið „…skal jafnframt horft til þess hvort slíkar mælingar taki jöfnum höndum til þeirra sem kynnu að vera undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímuefna en mæling í þessum tilgangi þjónar ekki fyllilega tilætluðum árangri nema hún taki til allra þeirra nemenda sem kunna að brjóta gegn hinu afdráttarlausa banni, ekki aðeins þeirra sem hafa neytt áfengis.“ 
   
  Hér má ætla að ráðuneytið telji að of mikið eftirlit með áfengi ýti undir notkun annarra vímugjafa sem ekki er sama eftirlit með. Þrátt fyrir að áfengi sé langalgengasti vímugjafinn þá sýna rannsóknir að um 5% framhaldsskólanemenda fikta við önnur efni og þá oftast kannabisefni. Í þúsund manna skóla má þá ætla að um 50 nemendur falli undir þann hóp.

  Að takmarka svigrúm og möguleika fíkniefnasala til þess að athafna sig innan skólanna er liður í því að verja hag og heilsu nemenda. Hvernig er það best gert? 
  Ein af þeim leiðum sem sumir skólar hafa farið er að fá lögregluna til samstarfs sem meðal annars hefur falist í því að fá fíkniefnahunda til leitar einstöku sinnum. Þessi leit hefur almennt falist í því að hundarnir hafi gengið um ganga, meðfram fataskápum, inn á salerni o.þ.h. og hafa stundum fundist leifar af efnum og ummerki um neyslu og hafa upplýsingar sem þannig hafa fengist nýst vel. 

  Hér má spyrja hvort að leit með hundum sé í sjálfu sér gerræðisleg og slæm? Þeir hafa þótt koma að góðum notum og miklum fjármunum varið í þjálfun þeirra hér á landi. Má þá ætla að það sé meira íþyngjandi að nota þá við leit í skólum heldur en t.a.m. í kringum sjómenn eða ferðamenn? Það er staðreynd að fikt við þessi efni hefst oftast á framhaldsskólaaldri. Ráðuneytið sendi tilmæli til skólanna þar sem fram kemur að leit með hundum geti ekki talist til eðlilegra forvarna „Fíkniefnaleit sem framkvæmd er með framangreindum hætti er óneitanlega harkaleg aðgerð gegn almennum nemendum sem þar sækja nám og er jafnvel ekki kunnugt um tilefni svo viðamikillar og íþyngjandi leitar.“ 

  Umboðsmaður Alþingis taldi tíma sínum vel varið í að kanna þetta mál og tók það upp að eigin frumkvæði og sendi í kjölfarið frá sér álit þar sem fram kemur að húsnæði framhaldskólanna geti almennt ekki talist til almenningsrýmis og því sé óheimilt að nota fíkniefnahunda nema að undangengnum dómsúrskurði. Hér vakna spurningar hjá ólögfróðum manni eins og mér hvort þetta álit þrengi ekki skilgreiningar á því hvað talist hefur til almenningsrýmis fram til þessa? 

  Að framangreindu er ljóst að mennta– og menningarmálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis telja að of hart sé gengið fram við forvarnir í framhaldsskólum. 
  Við vitum að íslenskir unglingar eru upp til hópa metnaðarfullir einstaklingar með skýr framtíðarmarkmið. Við vitum líka að þrátt fyrir það er töluverð unglingadrykkja á framhaldsskólaböllum og að of margir fikta við aðra vímugjafa. Það stendur upp á mennta- og menningarmálaráðuneytið að svara því með skýrum hætti til hvaða úrræða framhaldsskólar mega grípa til þess að lágmarka þann fjölda. 
   
   
   
  Til baka...