FRÆÐSLA OG FORVARNIR

    

  FRÆBLADID-Mai2016
  ahrif2
  Forsidanet
  hand2
  Handbok1a
  verk2
  SAFFlogo15net

  amstarfsráði

  v43einndalkB
  a
  kannabis15
  framhsk2
  oafengt2013
  efni2

   _____________________

   ÁFENGISMÁLASTEFNA
   ÍSLENDINGA 1100 - 1992

   _
  __________________

  bida_bordi2


  ÉG ÆTLA AÐ BÍÐA...
  auglýsingar

  Bida14

  d

  d

  d

   

  Stutt samantekt erinda

  Árni Einarsson ræddi um siði og breytingar í samfélaginu. Inntak lífsins væri það sama, þe. að skemmta sér koma saman. Samfélagið breytst sbr. hefðir og viðhorf og þannig lýtur vímuefnaneyslu t.d. öðruvísi út nú á dögum en áður var.  Félagslegir þættir hafa haft meiri áhrif en undanfarin misseri hefur þessi þáttur fengið minni athygli en æskilegt væri.  Eitt hefur breyst og er ríkjandi í dag, val.  Árni í Hólminu stóð ekki frammi fyrir flóknu vali, einfalt samfélag með mikla nálægð. Valið er orðið of flókið og er það sem ungt fólk hefur átt í vandræðum með; að velja það sem er á forsendum þess sem velur.  Börn með gott sjálfstraust hafa meiri burði til að hafna því vali sem er óæskilegt.  Þeir sem eru í ver stakk búin í þessu samfélagi velja sér ekki það sem kemur þeim til betri vegar.  Þar sem vel er staðið að umgjörð barna í sveitarfélögum eru mál barna í betri stöðu gagnvart þessu vali.  Forsendur sem fólk hefur eru í okkur sjálfum og því umhverfi sem við búum við. 

  Róbert Jörgensen fundarstjóri

  Árni Helgason hafði langtímamarkmið, dropinn holar harðan stein, hafði sterka guðstrú og mikla trú á það góða í sérhverjum.  Hann var inn stólpi forvarna í landinu, var mikið að skrifa og eiga við fólk og málefni til að hafa áhrif á þessi mál.  Fékk þakkir alstaðar af landinu frá fólki sem hafði breytt lífi sínu eftir að hafa lesið greinar eftir Árna Helgason. Margir létu þannig þessi skrif hans hafa áhrif til betri vegar.

  Róbert sagði ánægulegt að hafa forvarnaráðstefnu á tímum hagræðingar og NÚSINS.

  Guðjón Í OZ

  Framtíðin er eins og list, AKIDO er japanskur bardagalistamaður, notar neikvæð krafta andstæðingsins án þess að meiða, en með réttu hugarfari má nota þessa krafta til jákvæðrar uppbyggingar.

  Kraftur framtíðarinnar í okkar þágu. Hvers vegna ekki að hugsa stórt ? Hvernig notum við hugann?  Beiting hugans er lykilatriði og tíminn sem maður á þarf að fara í skapandi hugsun. Það kostar ekkert að móta framtíðina.

  Guðjón stofnaði HUGMYNDARÁÐNEYTIÐ til að vinna að nýbreytni í samfélaginu. Sú hugmynd kostaði ekki neitt þurfti ekkert leyfi eða kennitölur. Byggðist á sjálfboðavinnu og grasrótarstarfi.  Sendi m.a. Obama Bandaríkjaforseta kynningarbréf sem Obama svaraði með því að hringja til baka og lýsa ánægju sinni með hugmyndina.   

  Við fengum ýmislegt frá forfeðrum okkar; rafmagn, háskóla, sundlaugar strætó og hitaveitur. En hvað ætlum við að gefa börnum okkar? 

  Við viljum hafa áhrif, eitt er víst, og hvetja til góðra gilda.  Með framtíðarsýnstýrir þú þínum örlögum og lífsstil, án hennar

  mótast lífstíll og framtíð þín af öðrum.

  Vinna markmiðin í áföngum, verðum að klára litlu áfangamarkmiðin fyrst, annars komumst við ekki á leiðarenda. Ekki hætta í miðjum klíðum - gæti orðið að vana.

  Við veðum að vingast við aðra sem hafa sömu sýn.

  Breytingin í samfélaginu er hraðari en skólar geta sinnt, þess vegna verðum við að virkja einstaklinga og grasrótina.

  Gunnar Svanlaugsson

  Hefur þann starfa að hugsa um ungmennin í Hólminum, ma með því að halda bæjarhátíðir og undirbúa þær með ungu fólki. Sveitarfélög eru að auglýsa útihátíðir, líklega til að draga sveitarfókið úr borginni.  Bæjaryfirvöld eiga að móta ramman um þessar hátíðir.

  Unglingamálin á þessum hátíðum eru alltaf mest til umræðu eftir þessar hátíðir, yfirleitt vegna vandamálanna. Við eigum ekki að gefast upp við að fá "rétta fólkið " á þessari hátíðir. Verðum að fá alla í lið með okkur í undirbúninginn, sérstaklega unga fólkið, láta það ekki bara vera uppá punt.Hlusta á rödd unga fólksins.

  Hvað þarf til að fá "góða fólkið" á bæjarhátíð ? Hvaða hópa á að höfða til og hverja viljum við fá ?  Unglinar fá þar bestu hugmyndirnar.

  Þegar talað er um að unglingar valdi mestu óreglunni á bæjarhátíðum kemur ýmislegt í hugann. Birtingarform á áfengisneyslu okkar skemmir hátíðirnar, ekki hátíðin sjálf. Drykkjusiðir Íslending eru bara svona.  Vinna þarf að viðhorfsbreytingu til að breyta þessu, hvernig stendur á því að ungmenni koma klyfjuð áfengi á leiðnni á bæjarhátíð í Stykkishólmi, hvar liggur vandinn ? 

  Ábyrgð foreldra er mikil og því þarf til þeirra að höfða, innprenta virðingu og rétt hugarfar.

  Ungafólkið lengi lifi ... húrra húrra húrra !

  Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri

  Vildi vera eins og hinir sem unglingur, 1964.  Svo kom hippatíminn 1968. Leikhúsið varð uppspretta mótmæla á gamla tíðarandanum, þátttaka í útvarpi og leikhúsi var hennar farvegur. Afþreying var ekki inn, boðskapurinn átti að skína í öllu sem var gert.  Hugmyndin var að breyta samfélaginu, hefur það tekist ? Eru t.d. fátækt, friður, jafrétti komin til betri vegar?  Nei, en baráttan skilar árangri, eitt og eitt skref hefur áunnist í samfélögum. Sumstaðar gengur það vel, sumastaðar ekki.

  Mikil tækifæri eru í samfélaginu núna. Tækifærin liggja í þessu ástandi, fólk fer að spyrja hvað það geti gert, get ég haft áhrif?

  Hvernig framtíð viljum við fyrir unga fólkið, hvernig framtíð vilja þau?  Hverju á að breyta, hvernig, hvers vegna, hvernig viljum við hafa það eftir 40 ár... ef við viljum vita ?

  Diljá Helgadóttir, 15 ára Snælandsskóla

  Lítið gert að því að fá börn og unglinga í lýðræðislegum ákvörðunum um málefni barna. Of fá börn þekkja t.d. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

  Halldór Árna - Árnamessustjóri  lokaorð

  Nýsköpun á svæðinu; samstarf og samvinna í nærsamfélagi eru lykilatriðin.Hvernig geta eldri stutt við bakið á þeim yngri í svona starfi, virkja allt ungt fólk á Vesturlandi í gegnum skólan? Sent á skólana fyrirspurnir t.d. um hvaða þema megi hafa á næstu Árnamessu sem hentar þessu svæði?  Þetta eykur samstarf skólanna og krakkarnir kynnist í jákvæðu starfi, nýsköpun, samkennd og útrás á athafnaþrá.

   

  Árnamessu 2010 slitið kl. 16.08.